Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýrri félagsaðstöðu eldri borgara

Fyrsta skóflustungan að nýrri félagsaðstöðu eldri borgara

169
0
Sigríður og Sigurður kampakát eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Í vikunni var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við Grænumörk 5 á Selfossi. Í viðbyggingunni verður félagsaðstaða eldri borgara og dagdvöl á 962 fermetrum sem Sveitarfélagið Árborg festir kaup á.

<>
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, ávarpar gesti við athöfnina í dag. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, ávarpar gesti við athöfnina í dag. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

Sveitarfélagið kaupir viðbygginguna af Austurbæ fasteignafélagi ehf. og er kaupverðið 492,7 milljónir króna. Félagsaðstaða eldri borgara stækkar með þessu um 450 fermetra og dagdvöl sem nú er í Grænumörk 5 flyst í nýju bygginguna í mun rýmra húsnæði, eða um 470 fermetra. Stefnt er að því að viðbyggingin verði tilbúin í maí á næsta ári.

Hér má sjá hvernig íbúðirnar við Austurveg tengjast núverandi byggingu í Grænumörk. Byggingin á myndinni er fyrsti áfanginn af tveimur.
Hér má sjá hvernig íbúðirnar við Austurveg tengjast núverandi byggingu í Grænumörk. Byggingin á myndinni er fyrsti áfanginn af tveimur.

Austurbær fasteignafélag byggir aðstöðuna í samvinnu við JÁVERK mun samhliða þessu verkefni byggja íbúðir sem ætlaðar eru 55 ára og eldri. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að 28 íbúðir fari í almenna sölu og verður þessi áfangi  tilbúinn í nóvember á næsta ári. Í síðari áfanga er áformað að bæta við 35 íbúðum til viðbótar.

Norðurhlið nýbyggingarinnar og tengibyggingin er á hægri hönd.
Norðurhlið nýbyggingarinnar og tengibyggingin er á hægri hönd.

Að sögn Leós Árnasonar, hjá Austurbæ fasteignafélagi, verða íbúðirnar 85-135 fermetrar og þeim fylgir öllum stæði í bílageymslu. Þessa daga er unnið að kynningarefni fyrir áhugasama aðila og hugsanlega kaupendur en kynningarfundur verður auglýstur síðar.

Það voru Sigríður J. Guðmundsdóttir, formaður félags eldri borgara, og Sigurður Jónsson sem tóku fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni við hátíðlega athöfn í dag. Ekki var annað að heyra á gestum en að um langþráðan atburð væri að ræða.

Að skóflustungunni lokinni var boðið upp á kaffi og kleinur í Grænumörkinni.

Heimild: Sunnlenska.is