Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við nýjan hafnarbakka utan Klepps eru nú í fullum gangi

Framkvæmdir við nýjan hafnarbakka utan Klepps eru nú í fullum gangi

349
0
Mynd: © Hnit

Verkið skiptist í tvo hluta, 70 m lengingu núverandi Kleppsbakka og 400 m nýja viðlegu í suðaustur frá Kleppsbakka. Búið er að reka niður stálþil fyrir lengingu Kleppsbakka og um 60 m af nýju viðlegunni. Verklok eru áætluð 1. júní 2019.

<>

Verkís sá alfarið um hönnun verksins. Á myndinni má sjá horn milli lengingu Kleppsbakka og nýrrar viðlegu þar sem búið er að reka niður þil og staga það.

Verkís hefur áralanga reynslu í hönnun hafnarbakka en í þessu verki er notast við nýjar lausnir vegna aukins viðlegudýpis sem krafist var við nýju viðleguna.  Stálþil hans er því óhefðbundið að því leyti að það er samsett.  Þilið er samsett úr H-bitum en milli þeirra eru hefðbundnar AZ þilplötur.

Heimild: Verkís.is