Home Fréttir Í fréttum Gríðarleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu

Gríðarleg umferðaraukning á höfuðborgarsvæðinu

103
0

Umferðin um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar á höruðborgarsvæðinu jókst gríðarlega í janúar miðað við sama mánuð í fyrra eða um ríflega níu prósent. Að meðaltali hefur umferðin um mælisniðin aukist um 2,8 prósent í janúarmánuði frá árinu 2005. Þetta bendir til þess að umferðin í ár gæti aukist um fimm prósent.

<>

06.02.2017 Umferðaauking3

Milli mánaða 2016 og 2017
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu jókst gríðarlega mikið, í nýliðnum janúar borið saman við sama mánuð á síðasta ári, eða um rúmlega 9%.  Nú hefur umferðin aukist að jafnaði um 2,8% í janúar milli ára frá árinu 06.02.2017 Umferðaauking22005.  Þannig að aukningin nú er rúmlega þreföld meðaltalsaukning í janúar.

Umferðin í janúar hefur aldrei verið meiri auk þess var sett nýtt met hlutfallslegum vexti, í umræddum mánuði, á milli ára.  Mest jókst umferðin um mælisnið á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi eða um tæp 10%. Um það snið fóru rúmlega 53 þúsund ökutæki á dag að jafnaði, sem jafnframt reyndist umferðarmesta mælisniðið. Umferðarminnsta mælisniðið reyndist vera á Hafnarfjarðarvegi, sunnan Kópavogslækjar, með rúmlega 43 þúsund ökutæki á sólarhring.   Alls fóru rúmlega 146 þúsund ökutæki daglega um mælisniðin þrjú í nýliðnum janúar.

Mynd: Vegagerðin
Mynd: Vegagerðin

Umferð eftir vikudögum.
Mest jókst umferðin á föstudögum eða um rúmlega 20% miðað við sama tímabil á síðasta ári.  Þetta er athyglisverð aukning þar sem föstudagarnir eru jafnframt þeir umferðarmestu.  Minnst jókst umferðin á sunnudögum eða um tæpt 1%, sem jafnframt voru umferðarminnstu vikudagar í janúar.

06.02.2017 Umferðaauking1

Horfur út árið.
Svona mikil aukning í janúar gefur vísbendingu um að umferðin, á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2017, geti orðið í kringum 5% meiri nú í ár miðað við síðasta ár.

Heimild: Vegagerðin.is