Home Fréttir Í fréttum Bætt hafnaraðstaða fyrir HB Granda við Norðurgarð

Bætt hafnaraðstaða fyrir HB Granda við Norðurgarð

82
0

Fyrsti áfangi Norðurgarðs var byggður á árunum 2004-2005, þar sem að ný frystigeymsla HB Granda stendur. Nú er hins vegar komið að því að byggja nýjan hafnarbakka fyrir framan frystigeymslu þeirra.

<>

01.02.2017 Bætt hafnaraðstaða fyrir HB Granda við Norðurgarð

Annar áfangi nýs hafnarbakka er framkvæmdarverk sem byrjar nú í febrúar 2017 og er miðað við að verklok verði 15. nóvember 2017. Verkið var boðið út og er verktaki að verkinu Ístak hf. Fyrir framkvæmdarverkið leggur höfnin stálþil og stög.

Í gær bar síðan til tíðinda við Gömlu höfnina þegar danskt flutningarskip, Dan Fighter, lagðist að Miðbakka. Skipið var að koma með 450 tonn af stáli sem notað verður í hafnargerðina. Uppskipun á stáli hófst stuttu eftir að skip kom að landi og mun ljúka í dag. Þess má geta að meira stál er um borð í skipinu en það mun verða flutt til Ísafjarðar og Akureyrar.

01.02.2017 Bætt hafnaraðstaða fyrir HB Granda við Norðurgarð1

Stálið sem ætlað er í hafnargerðina mun verða geymt á Miðbakka til að byrja með en síðan mun stálinu verða skipað á Ekjubrú og flutt yfir að Norðurgarði. Vinnusvæðið við byggingu nýs hafnarbakka er mjög þröngt og af skornum skammti. Með notkun Ekjubrúar þá reynist bakkagerðin auðveldari og rýmisþörf á landi verður minni.

Heimild: Faxaflóahafnir.is