Home Fréttir Í fréttum Spá 20% hækkun fasteignaverðs

Spá 20% hækkun fasteignaverðs

69
0

Fjármálaráðgjöf Capacent gerir ráð fyrir að fasteignaverð muni hækka um 12% að raunvirði árið 2015 og 20% næstu þrjú árin. Þrátt fyrir það mun fasteignaverð í árslok 2018 eiga nokkuð í land með að ná sömu hæðum að raunvirði og var á hátindi útrásarinnar en Capacent spáir því að það muni fyrst gerast eftir 11 ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálaráðgjafar Capacent sem gefin er út í dag.

<>

Fasteignaverð hefur hækkað um 35% að nafnvirði og 16% að raunvirði frá upphafi árs 2011 en þótt hækkunin sé töluverð þá er hún langt frá hækkunarhrinu áranna 1998-2000 og frá 2003 til ársloka 2007. Fasteignaverð nú er svipað og það var um áramótin 2004 til 2005 en er 55% lægra að raunvirði en það var í árslok 2007.

Í skýrslunni er bent á þá staðreynd að verg landsframleiðsla á mann er mun hærri nú en hún var á árunum 2004-2005, þótt hún hafi ekki náð sama stigi og á árunum 2007 til 2008 þegar fasteignaverð náði hámarki sínu.

Þá segir í skýrslunni að skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar hafi ýtt úr vör óhjákvæmilegri hækkun fasteignaverðs. Hún leysir þó ekki vanda fasteignamarkaðarins sem er að mati skýrsluhöfunda skortur á ódýru og smærra húsnæði.

Heimild: Vb.is