Home Fréttir Í fréttum Ekkert fjármagn í nýtt flughlað á Akureyri

Ekkert fjármagn í nýtt flughlað á Akureyri

102
0

Ekkert fjármagn er til framkvæmda við gerð nýs flughlaðs á Akureyrarflugvelli í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2017. Í samgönguáætlun í haust var gert ráð fyrir um 160 milljónum í verkefnið í viðbót við þær 50 milljónir sem veittar voru í efnaflutninga fyrir um ári síð­an. Það fjármagn náðist hins vegar ekki í gegn í fjárlögum.

<>

Fyllingarvinna hófst í nýtt flughlað fyrir um ári síðan en allt fé í framkvæmdina er uppurið. Nóg er þó af efni til að keyra í flughlaðið að sögn Valgeirs Bergmanns Magnússonar, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. Áætlað er að það þurfi 175 þúsund rúmmetra af efni í flughlaðið. Illa hefur gengið að tryggja allt það fjármagn sem til þarf til að ljúka framkvæmdinni en Vaðlaheiðargöng hf. hafa brugðið á það ráð að lána ríkinu fyrir kostnaði á efnaflutningi.

Ekkert hefur verið keyrt af efni í hlaðið undanfarna mánuði en verktakinn áætlar að hefja fljótlega efnaflutninga og á rúmlega 20 þúsund rúmmetrum af efni úr göngunum. Valgeir segir ekki útilokað að Vaðlaheiðargöng láni enn frekar fyrir framkvæmdinni.

Heimild: Vikudagur.is