Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja 74 íbúðir við Hafnargötu 12 – Opinn kynningarfundur

Vilja byggja 74 íbúðir við Hafnargötu 12 – Opinn kynningarfundur

157
0
Mynd: Vf.is

Eigendur Hafnargötu 12 halda opinn kynningarfund í Bíósal Duus- húsa fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 17.oo, en til stendur að byggja 74 íbúðir í þriggja hæða fjölbýlishúsi með bílakjallara á lóðinni.

<>

Kynnt verður deiliskipulagsbreyting á lóðinni Hafnargata 12, sem nú er í auglýsingaferli með athugasemdafresti til 2.febrúar n.k. Tillagan er aðgengileg hér.

Farið verður myndrænt yfir skipulagið og teikningar af skuggavarpi liggja frammi. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.

Heimild: Sudurnes.net