Home Fréttir Í fréttum Iðnaðar­menn hafa marg­ir snúið aft­ur til lands­ins

Iðnaðar­menn hafa marg­ir snúið aft­ur til lands­ins

145
0

Mín til­finn­ing er sú að þeir sem fóru utan til að vinna í ein­hverj­um af­mörkuðum verk­efn­um séu komn­ir heim aft­ur. En tölu­vert marg­ir þeirra sem fluttu með fjöl­skyld­una með sér eru hins veg­ar enn úti.“

<>

Þetta seg­ir Kristján Þórður Snæ­björns­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands Íslands, í Morg­un­blaðinu í dag og vís­ar til þeirra fjöl­mörgu iðnaðarmanna sem héldu utan í leit að vinnu í kjöl­far hruns­ins 2008.

Aðspurður seg­ir hann mik­inn skort vera á ein­stak­ling­um með iðnmennt­un hér á landi, einkum í ljósi góðrar verk­efna­stöðu. „Mér sýn­ist vanta í alla flór­una og þar eru raf­virkj­ar eng­in und­an­tekn­ing – það er nóg að gera hjá þeim sem eru á vinnu­markaði og verk­efn­astaðan er mjög góð,“ seg­ir Kristján Þórður.

Heimild: Mbl.is