Home Fréttir Í fréttum Minna en helm­ing­ur op­in­bera inn­kaupa boðin út

Minna en helm­ing­ur op­in­bera inn­kaupa boðin út

115
0

Ríkið kaup­ir vör­ur og þjón­ustu fyr­ir rúm­lega 90 millj­arða ár­lega en um­fangið sam­svar­ar fram­lög­um rík­is­ins til Land­spít­al­ans og allra heilsu­gæslu­stöðva sam­an­lagt. Þetta kom fram á fundi Sam­taka iðnaðar­ins um op­in­ber inn­kaup í gær.

<>

Þar kom fram að þrátt fyr­ir þann mikla kostnað sem ríkið legg­ur í kaup á vör­um á þjón­ustu á ári hverju fari minna en helm­ing­ur af inn­kaup­um rík­is­ins í gegn­um útboð.

Til að mynda  er hlut­fall útboða af heild­ar­fjölda inn­kaupa hjá tölvu- og fjar­skipta­búnaði hjá 160 stofn­un­um rík­is­ins aðeins 43%. Þegar það kem­ur að fjar­skiptaþjón­ustu og hýs­ingu er hlut­fallið 46% en aðeins 14% í hug­búnaðargerð vegna heimasíðu og gagn­virkni á vef.

Hlut­fall útboða þegar það kem­ur að raf­orku er 8% en 19% við kaup á þjón­ustu iðnaðarmanna og hug­búnaðarleyfa.

Hlut­fallið er hins­veg­ar aðeins 1% í kaup­um á al­mennri rekstr­ar­ráðgjöf.

Gætu sparað hátt í 10 millj­arða á ári
Bent var á að Sam­ráðsvett­vang­ur um aukna hag­sæld hafi gert ráð fyr­ir að ár­leg­ur sparnaður rík­is­ins gæti numið hátt í 10 millj­örðum króna á ári með breyttu fyr­ir­komu­lagi í opn­um inn­kaup­um. Ef að sund­urliðuð inn­kaup rík­is­ins á vör­um og þjón­ustu árið 2013 eru skoðuð má sjá að ríkið gæti sparað allt að 20% í ákveðnum flokk­um með breyttu fyr­ir­komu­lagi miðað við reynslu annarra ríkja.

Sparnaður­inn gæti til dæm­is verið 900 millj­ón­ir á kaup­um á lyfj­um og heil­brigðis­vör­um og 1,7 millj­arður á sér­fræðiþjón­ustu miðað við út­gjöld­in 2013. Sam­an­lagður þess­ara tveggja liða var 28 millj­arðar árið 2013.

Dreg­ur úr lík­um á spill­ingu
Meðal þeirra sem tóku til máls var Theó­dóra Þor­steins­dótt­ir, þingmaður Bjart­ar framtíðar og formaður bæj­ar­stjórn­ar Kópa­vogs. Sagði hún að op­in­ber inn­kaup eiga að vera stjórn­tæki til að ná fram hag­kvæm­ari rekstri, trausti og bættri hegðun. Theo­dóra fór yfir op­in­ber inn­kaup hjá Kópa­vogs­bæ og hvernig fyr­ir­komu­lag þeirra hef­ur þró­ast. Í dag er inn­kauparáð og inn­kaupa­stefna hjá Kópa­vogs­bæ en jafn­framt opið bók­hald sem leiðir til gegn­sæj­ar stjórn­sýslu að sögn Theó­dóru.

Benti hún á að Kópa­vogs­bær hafi verið fyrsti op­in­beri aðil­inn til þess að opna bók­haldið og sagði það bæði stuðla að bætt­um stjórn­sýslu­hátt­um og fleiri útboðum en dragi jafn­framt úr hygli stjórn­mála­manna til tengdra aðila og geti al­mennt dregið úr lík­um á spill­ingu. Kallaði hún opið bók­hald „stórt skref í átt að opn­ari og gagn­særri stjórn­sýslu.“

Heimild: Mbl.is