Home Fréttir Í fréttum 250 til 300 íbúðir á næstu árum á vegum Bygg­inga­fé­lag náms­manna

250 til 300 íbúðir á næstu árum á vegum Bygg­inga­fé­lag náms­manna

332
0
Nýtt deili­skipu­lag við Stakka­hlíð. Teikn­ing/​A2F arki­tekt­ar ehf

Bygg­inga­fé­lag náms­manna mun á næstu árum byggja 250 til 300 íbúðir fyr­ir fé­lags­menn sína. Vilja­yf­ir­lýs­ing þess efn­is hef­ur verið und­ir­rituð af Degi B. Eggerts­syni, borg­ar­stjóra í Reykja­vík, Salome Guðmunds­dótt­ur, stjórn­ar­for­manni fé­lags­ins og Böðvari Jóns­syni, fram­kvæmda­stjóra þess.

<>

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg er horft til fjög­urra svæða, til að ná um­rædd­um fjölda íbúða.

Reykja­vík­ur­borg veiti í fyrsta lagi vil­yrði fyr­ir tveim­ur bygg­ing­ar­lóðum á svo­kölluðum KHÍ-reit við Stakka­hlíð, fyr­ir um 100 nem­enda­í­búðir, í sam­ræmi við deili­skipu­lag.

Borg­in muni þá láta kanna hvort mögu­legt sé að nýta bet­ur og fjölga íbúðum á lóðum Bygg­ing­ar­fé­lags náms­manna við Klaust­ur­stíg 1-11, Kap­ellu­stíg 1-13 og Kristni­braut 91-93.

Vil­yrði sé auk þess veitt fyr­ir út­hlut­un lóðar fyr­ir 50 – 100 náms­mann­a­í­búðir í Bryggju­hverfi 3, þegar deili­skipu­lag ligg­ur fyr­ir.

Þá lýsa Reykja­vík­ur­borg og Bygg­inga­fé­lag náms­manna yfir vilja til að efna til viðræðna við rík­is­sjóð, um að fá af­not hluta af lóð Sjó­manna­skól­ans við Há­teigs­veg 35-39, og að end­ur­skoða fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lag á lóð fé­lags­ins að Há­teigs­vegi 31-33, til að reisa þar um 50 náms­mann­a­í­búðir.

Kauprétt að allt að 5% íbúða

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in, sem und­ir­rituð var í dag, er sögð í sam­ræmi við mark­mið hús­næðis­stefnu um fjöl­breytt­ar húsa­gerðir, blönd­un íbúðagerða inn­an hverfa og aukið fram­boð smærri íbúða fyr­ir alla fé­lags­hópa.

Í leigu­samn­ingi um lóðirn­ar verði að lok­um kvöð þess efn­is að á lóðunum skuli byggðar eða rekn­ar leigu­íbúðir fyr­ir náms­menn, og að eign­ar­hald þeirra skuli ávallt vera óbreytt, nema að fengnu samþykki Reykja­vík­ur­borg­ar.  Þá munu Fé­lags­bú­staðir hafa kauprétt að allt að 5% íbúða sem byggðar verða.

Heimild: Mbl.is