Home Fréttir Í fréttum 24.01.2017 Frestun opnunar tilboða í Dýrafjarðargöng

24.01.2017 Frestun opnunar tilboða í Dýrafjarðargöng

278
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.

Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, til 24. janúar. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er þetta gert að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum.

<>

Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpinu, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í desember, var hins vegar ekki gert ráð fyrir jarðgöngunum en í meðförum Alþingis var bætt inn fjárveitingu til að unnt yrði að hefja verkið á þessu ári.

Í frétt Stöðvar tvö fyrir tveimur mánuðum kom fram að stefnt væri að því að framkvæmdir hæfust um mitt þetta ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Göngunum er ætlað að leysa af veginn yfir Hrafnseyrarheiði, helsta farartálmann í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.

12-11-2016-dyrafjardargong

Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni.

Heimild: Visir.is