Home Fréttir Í fréttum Hönnun göngubrúar yfir Markarfljót lokið

Hönnun göngubrúar yfir Markarfljót lokið

249
0
Markarfljót Mynd: Sunnlenska.is

Enn er unnið að því að afla fjár til smíði göngubrúar yfir Markarfljót til móts við Húsadal í Þórsmörk.

<>

Hönnun brúarinnar er lokið og er hún byggð á verðlaunatillögu Eflu verkfræðistofu og Studio Granda frá árinu 2014.

Margvísleg þörf er fyrir göngubrú á þessum stað af ýmsum ástæðum. Krossá er mikill farartálmi á leiðinni í Húsadal en með göngubrú yfir Markarfljót yrði auðvelt að ganga eða hjóla yfir í Þórsmörkina og fólk yrði ekki háð öflugum fjallabílum til ferðalagsins. Brúin eykur líka öryggi ferðafólks að miklum mun. Auðveldara verður að flýja svæðið ef náttúruhamfarir verða og björgunarfólk á greiðari leið að og frá Þórsmörk enda verður brúin útbúin með þeim hætti að fullhlaðinn fjallabjörgunarbíll geti ekið um hana í neyðartilvikum.

Brúin verður 158 metra löng hengibrú og brúargólfið sverir stálkaplar klæddir með timbri, sem meiningin er að verði íslenskt sitkagreni. Að brúargerðinni standa Vinir Þórsmerkur í samvinnu við Vegagerðina. Við hönnunina var leitast við að hafa brúna sem látlausasta að gerð svo að hún skæri sig ekki um of úr í landslaginu.

Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að fjármögnun brúarinnar er ekki lokið og ekki sé minnst á framkvæmdina í fjárlögum ársins.

Heimild: Sunnlenska.is