Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdum við Listasafnið á Akureyri lýkur 2018

Framkvæmdum við Listasafnið á Akureyri lýkur 2018

127
0
Framkvæmdir í Listasafninu á Akureyri hefjast í febrúar og er fyrirhugað að opna nýja sali á fjórðu hæð safnsins um mitt næsta ár. Safnið verður áfram opið með fullri starfsemi og var dagskrá ársins kynnt í dag. Hlynur Hallsson safnstjóri undirritaði þar samstarfssamning við Ásprent Stíl.
 Mynd: Listasafnið á Akureyri - rúv

Mynd: Listasafnið á Akureyri – rúv

Á kynningarfundinum sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í dag var farið í gegnum komandi starfsár og fyrirhugaðar breytingar á húsnæðinu kynntar. Þá var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur Listasafnsins og Ásprents Stíls, sem er einn sex bakhjarla safnsins.

<>

Bætt aðstaða
Áætlað er að framkvæmdum ljúki um mitt ár 2018 og verða þá teknir í notkun nýir sýningarsalir á fjórðu hæð. Aðgengi verður bætt fyrir hreyfihamlaða og barnavagna við innganginn á jarðhæð, ásamt safnbúð og kaffihúsi. Þá segir í tilkynningu að aðstaða fyrir safnkennslu batni til muna og tækifæri skapast á fastri sýningu með verkum úr safneign auk fleiri viðburða.

„Þessar breytingar færa Listasafninu nýja ásýnd og gott flæði myndast í starfseminni. Með þeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verður ein heild,” segir í tilkynningunni.

Notast verður við Ketilhúsið í auknum mæli, meðal annars fyrir viðburði, móttökur, ráðstefnur og veislur.

Heimild: Ruv.is