Home Fréttir Í fréttum Afhverju þá ekki að byggja spítala annarstaðar?

Afhverju þá ekki að byggja spítala annarstaðar?

206
0
Samtök um betri spítala

„Spítalinn er sveltur um viðhaldsfé,“ segir Ingólfur Þóris­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs Land­spít­al­ans í viðtali við blaðamann mbl.is. En blaðamaðurinn Skúli Halldórsson heimsótti Ingólf á spítalann sem sýndi honum ástandið á byggingunum. Spítalinn fær engu að síður 300 milljónir á fjárlögum en byggingar Landspítalans eru 150 þúsund fer­metr­ar. Mik­il upp­söfnuð viðhaldsþörf er til staðar, mest í Foss­vogi, á Hring­braut og í Landa­koti.

<>

Ingólfur sýnir blaðamanninum illa farnar skrifstofur útaf rakaskemmdum og húsnæði sem hefur verið rýmt útaf því að það var heilsuspillandi. Byggingarnar eru flestar komnar til ára sinna en einstaklega neyðarlegt er að ein af fáum nýjum byggingum spítalans var svo illa byggt að það er nánast ónothæft í dag útaf mygluskemmdum.

Tómas Guðbjartsson læknir deilir greininni á fésbók sinni með orðunum: „Vel unnin úttekt Moggans á ástandi bygginga Landspítala. Eins og sjá má er ástandið grafalvarlegt. Hér þarf meira til en einhverjar „skyndiúttektir“ á morgun. En það er samt skref frammávið að við, starfsmenn LSH, séum farin að segja hlutina eins og þeir eru – og það ekki undir rós. Mogginn fær plús fyrir að kynna sér málin til hlýtar.“

Blaðamaðurinn Hjörtur J. Guðmundsson kemur með áhugaverðan punkt á fésbókinni sinni: „Virðist sem það þurfi að byggja nýjan spítala nánast frá grunni við Hringbraut. Er þá ekki allt eins hægt að gera það annars staðar?“

Umfjöllun mbl.is má lesa í heild sinni hér.

Heimild: Eyjan.is