Home Fréttir Í fréttum Húsnæði Landspítalans liggur undir skemmdum – Vantar 4 milljarða til viðhalds

Húsnæði Landspítalans liggur undir skemmdum – Vantar 4 milljarða til viðhalds

111
0

Bæði á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi er mikið um rakaskemmdir og myglu. Ástandið er mjög alvarlegt en brýn þörf er á auknu fjármagni til að sinna viðhaldi bygginga. Það er ljóst að víða er pottur brotinn á þessum stærsta vinnustað landsins. Byggingar og álmur standa tómar vegna skorts á viðhaldi.

<>

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um ástand húsnæðismála Landspítalans og er dregin upp dökk mynd af aðstæðum þar. Spítalinn er gríðarlega stór eða um 150 þúsund fermetrar í heild.

Undanfarin ár hefur spítalanum einungis verið úthlutað um 300 milljónum á ári til viðhalds á ytra byrði húsa hans en viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi vegna fjárskorts. EFLA verkfræðistofa gerði árið 2013 úttekt á ástandi spítalans og viðhaldsmálum þar og var í kjölfarið farið af stað með fimm ára áætlun í þessum efnum en henni hefur ekki verið fylgt að fullu vegna fjárskorts.

Ingólfur Þórisson er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs spítalans og hann sagði í samtali við Morgunblaðið að gríðarleg þörf sé á auknu viðhaldi, í Fossvogi, Landakoti og Hringbraut.

Nýbyggingar ónothæfar

Það eru þó ekki bara eldra húsnæði sem sinna þarf viðhaldi á en dæmi eru um að nýlegar byggingar liggi undir skemmdum vegna þess að illa var staðið að byggingu þeirra en Landspítalinn reynir nú að fá viðurkennda bótaskyldu vegna hinna átta ára gömlu byggingar barna-  og unglingageðdeildar sem liggur undir skemmdum.

Ekki bara skortur á fjármagni

Fjármagn er ekki það eina sem vantar til að sinna viðhaldi. Þar sem flestar byggingar spítalans eru í notkun allan sólarhringinn getur reynst erfitt að finna tíma til að fara í framkvæmdir.

Fimm milljarða vantar að sögn yfirmanna spítalans til að sinna öllum þeim verkefnum sem liggja fyrir í viðhaldsmálum, innan sem utanhúss. Fjárlög næsta árs gera ráð fyrir milljarði til þeirra verka.

Heimild: Pressan.is