Home Fréttir Í fréttum Verktakafyrirtækið Snókur kaupir JRJ verk

Verktakafyrirtækið Snókur kaupir JRJ verk

509
0
Grundartangi. Mynd: VÍSIR/GVA

Verktakafyrirtækið Snókur sem er þjónustufyrirtæki á vinnuvélasviði hefur keypt allt hlutafé JRJ verks ehf.

<>

Snókur hefur á undanförnum árum unnið fyrir fyrirtæki svo sem Elkem, Lífland og Faxaflóahafnir á Grundartanga síðastliðin 10 ár. Kristmundur Einarsson, forstjóri Snóks, segist líta björtum augum fram á við. „Kaupin eru liður í því að fjölga viðskiptavinum en JRJ verk þjónustar álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Við metum það svo að með fleiri viðskiptavinum skapist svigrúm til hagræðis, ásamt því að veita góða, hagkvæma og örugga þjónustu,“ segir Kristumundur.

Seljendur JRJ verks eru Ramses ehf., Járn&blikk ehf. og Sigurlaug Ómarsdóttir. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Heimild: Visir.is