Home Fréttir Í fréttum Þingið samþykkir aftur að selja hús Þjóðskjalasafnsins

Þingið samþykkir aftur að selja hús Þjóðskjalasafnsins

201
0
Mynd: 360° vefur - Ja.is
Alþingi samþykkti fyrir jól heimild í fjárlögum til að selja húsnæði Þjóðskjalasafns. Hugmyndir um slíka sölu falla í grýttan jarðveg hjá skjalavörðum sem óttast afleiðingarnar. Þetta er annað árið í röð sem Alþingi samþykkir breytingartillögu við fjárlagafrumvarp sem heimilar að húsnæði Þjóðskjalasafns verði selt. Eins og reyndar Tollhúsið við Tryggvagötu í Reykjavík og nokkrar húseignir og jarðir til viðbótar.

Þrátt fyrir samþykktina í fyrra voru þessar eignir ekki á lista fjárlagafrumvarpsins yfir þær eignir sem fjármálaráðherra mætti selja. Það breyttist í meðförum þingsins.

<>

Félag héraðsskjalavarða mótmælti hugmyndum um sölu á húsnæði Þjóðskjalasafnsins við fjárlagagerðina í fyrra. Það sagði að koma þyrfti í veg fyrir að ófagleg skammtímasjónarmið stefndu rekstri og öryggi Þjóðskjalasafns í voða.

Eiríkur Guðmundsson þjóðskjalavörður segir að ekkert samráð hafi verið haft við safnið um hugsanlega sölu á húsnæði þess og bendir á að í mennta- og menningarmálaráðuneytinu liggi fyrir áætlanir um uppbyggingu safnsins á núverandi lóð. Þær sýni að byggja megi varanlega yfir safnið þar sem það er nú. Eiríkur segir vandséð að skynsamlegt sé að selja húsnæði safnsins án þess að meta fyrst og greina hvort það þjóni hagsmunum safnsins og opinberrar stjórnsýslu.

Heimild: Ruv.is