Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin klárar hönnun á hringtorgum – Gera ráð fyrir útboði snemma í...

Vegagerðin klárar hönnun á hringtorgum – Gera ráð fyrir útboði snemma í vor

144
0
Reykjanesbær

Fjárlög fyrir árið 2017 hafa verið samþykkt á Alþingi og var rúmlega 4,5 milljörðum bætt við samgöngumálin miðað við upphaflega áætlun.

<>

Svanur G. Bjarnason svæðisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni sagði í samtali við Suðurnes.net að Vegagerðin hafi ekki fengið fregnir af því hvaða framkvæmdir mun verða farið í, en að þrátt fyrir það muni Vegagerðin hefja hönnun á tveimur hringtorgum við Reykjanesbraut. Framkvæmdir við Hafnarveg munu þó væntanlega ekki hefjast fyrr en 2018.

“Við munum klára verkhönnun og gerð útboðsgagna með það í huga að hægt verði að bjóða út framkvæmdir snemma í vor en það verður bara að skýrast eftir áramótin hvaða framkvæmdir verða ofan á.

Breytingar á Hafnaveginum voru ekki á dagskrá fyrr en árið 2018. Við munum væntanlega hefja verkhönnun á því seinna á næsta ári þegar skipulagsferli verður lokið.” Sagði Svanur.

Mynd: Sudurnes.net Frá framkvæmdum við hringtorg á Reykjanesbraut
Mynd: Sudurnes.net
Frá framkvæmdum við hringtorg á Reykjanesbraut

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, sagði í umræðum á Facebook að nefndarmenn Fjárlaganefndar Alþingis geri ráð fyrir að hluti þess fjár sem ætlaður er til samgöngumála muni fara í gerð hringtorgana tveggja.

“Mig langaði bara til að upplýsa ykkur um að í kvöld voru Fjárlög fyrir árið 2017 samþykkt á Alþingi. Þar með voru 200 milljónir tryggðar til gerðar hringtorga á Reykjanesbraut. Nefndarmenn Fjárlaganefndar Alþingis voru sammála um að þær framkvæmdir mættu ekki bíða. En eins og þið munið þá voru framkvæmdir áætlaðar árið 2018. Ég er gríðarlega ánægð með þessar niðurstöðu og óska okkur öllum til hamingju.” Sagði Silja Dögg á Facebook.

Heimild: Sudurnes.net