Home Fréttir Í fréttum Danska samsteypan Munck Group kaupir LNS Saga á Íslandi

Danska samsteypan Munck Group kaupir LNS Saga á Íslandi

321
0
mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Danska samsteypan Munck Group tók í dag yfir íslenska verktakafyrirtækið LNS Saga. Með kaupunum ætlar fyrirtækið að styrkja stöðu sína í Skandinavíu, en fyrirtækið starfar einnig í Danmörku, Noregi, Grænlandi og Færeyjum.

<>

LNS Saga velti 800 milljónum danskra króna árið 2016, en um 400 starfsmenn starfa hjá félaginu. Félagið hefur víðtæka þekkingu á sviði innviðauppbyggingar, þrátt fyrir að vera tiltölulega ungt félag.

Kaupandinn, Munck Group, er talsvert stærri, en um 1.100 starfsmenn starfa hjá félaginu. Við samrunann, munu því um 1.500 starfsmenn starfa undir Munck Group. Samsteypan velti um 1,6 milljörðum danskra króna milla 2015 og 2016.

Heimild: Vb.is

Sjá frétt frá Munck Group: Munck Gruppen opkøber islandsk storentreprenør