Home Fréttir Í fréttum Dýra­fjarðargöng á fjárlög: Snýr mál­inu við fyr­ir Vest­f­irðinga

Dýra­fjarðargöng á fjárlög: Snýr mál­inu við fyr­ir Vest­f­irðinga

499
0
Áformað er að gengið verði til samn­inga við lægst­bjóðanda á fyrstu mánuðum árs­ins 2017. Fram­kvæmd­ir hefj­ist svo eft­ir mitt ár 2017 og taki um þrjú ár. Mynd/​mbl.is

Það var sál­rænt bak­slag þegar til­lag­an um að setja ekki fjár­muni í Dýra­fjarðargöng kom í fjár­lög­um í byrj­un des­em­ber. Aft­ur á móti virðist mál­efnið hafa náð eyr­um Alþings­manna sem nú hafa sett fram­kvæmd­ina á fjár­lög eft­ir aðra umræðu sem kynnt var í dag. Það snýr mál­inu al­gjör­lega við og það er gríðarlega ánægju­legt að þetta hafi farið í gegn. Þetta seg­ir Aðal­steinn Óskars­son, fram­kvæmda­stjóri Fjórðungs­sam­bands Vest­fjarða, í sam­tal við mbl.is.

<>

Í byrj­un janú­ar átti að opna átti útboðsgögn vegna máls­ins, en ef ekki kæmi til fjár­heim­ild­ar í fjár­lög­um hefði þurft að fresta því.

Tengja sam­an suður- og norður­hlut­ann

Dýra­fjarðargöng eiga að tengja sam­an Dýra­fjörð og Arn­ar­fjörð, en á milli fjarðanna er Hrafns­eyr­ar­heiði sem er ekki fær yfir vetr­ar­tím­ann og gera þannig heils­ársteng­ingu milli suður­hluta og norður­hluta Vest­fjarða.

Aðal­steinn seg­ir að Vest­f­irðing­ar hafi talið að fjár­magn lægi fyr­ir, en fyrr á ár­inu lagði inn­an­rík­is­ráðherra fram sam­göngu­áætlun þar sem fram­kvæmd­in var á dag­skrá. Þá hafi verið gert ráð fyr­ir henni í rík­is­fjár­mála­áætl­un. Sem fyrr seg­ir var hún hins veg­ar út af borðinu við fyrstu umræðu fjár­laga. „Við náðum svo fundi með þing­mönn­um 7. Des­em­ber og það var ein­dreg­in niðurstaða að ná þessu máli áfram á það stig sem það var í vor,“ seg­ir Aðal­steinn.

Stórt fyr­ir Vest­f­irði

„Það er gríðarlega ánægju­legt að þetta hafi farið í gegn. Þetta er stórt fyr­ir Vest­f­irði og sér­stak­lega stórt fyr­ir sunn­an­verða Vest­f­irði,“ seg­ir hann. Rifjar hann upp að áður fyrr hafi verið póst­flug og sigl­ing­ar á milli norðurs- og suður­hlut­ans. Þá hafi verið ágæt­is sam­göng­ur miðað við aðra lands­hluta. Þegar það lagðist hins veg­ar af hafi Vest­f­irðir dottið aft­ur úr.

Mik­il­vægt fyr­ir ferðaþjón­ustu og fisk­eldi

Með sam­göng­um gegn­um Hrafns­eyr­ar­heiðina seg­ir Aðal­steinn að ein­angr­un verði rof­in á svæðinu. Nefn­ir hann að það geri svæðið sam­keppn­is­hæf­ara vegna bættra sam­ganga, sér­stak­lega með auknu fisk­eldi og fjölg­un ferðamanna. Seg­ir hann að með nýj­um heils­ár­s­vegi sem verði til með þess­um göng­um verði til nýr áfangastaður fyr­ir ferðamenn utan sum­ar­tím­ans þar sem hægt verði að keyra hring­inn á Vest­fjörðum.

Hann ger­ir ráð fyr­ir að haf­ist verði handa við göng­in þegar snjóa leys­ir í vor og að verktími verði um 3 ár. Árið 2020 verði því göng­in til­bú­in ef allt gangi eft­ir. „Við erum búin að bíða eft­ir þess­um verk­efn­um í 10 ár,“ seg­ir Aðal­steinn og bæt­ir við að þau hafi öll verið til­bú­in á viðauka við sam­göngu­áætlun fyr­ir hrunið. „Þetta hef­ur verið mjög löng bið og oft von­brigði.“

Heimild: Mbl.is