Home Fréttir Í fréttum Byggð við ræt­ur Öskju­hlíðar

Byggð við ræt­ur Öskju­hlíðar

233
0
Ný íbúðabyggð við ræt­ur Öskju­hlíðar. Teikn­ing Kanon arki­tekt­ar

Há­skól­inn í Reykja­vík ætl­ar að reisa 390 há­skóla­í­búðir á svæðinu neðan Öskju­hlíðar þar sem skól­inn er til húsa. Áætlað er að íbú­ar verði á bil­inu 500-700 tals­ins.

<>

Til­laga að breyt­ingu á deili­skipu­lagi Há­skól­ans í Reykja­vík hef­ur verið aug­lýst. Í breyt­ing­unni felst stækk­un á deili­skipu­lags­svæðinu neðan Öskju­hlíðar þar sem gert er ráð fyr­ir fjölg­un há­skóla­í­búða á svæði Há­skól­ans í Reykja­vík úr 350 í 390 og hækk­un húsa að hluta. Á tveim­ur lóðum, í krika Flug­vall­ar­veg­ar og Naut­hóls­veg­ar, er gert ráð fyr­ir lóð fyr­ir skóla­hús­næði og lóð fyr­ir íbúðarbyggð. Heild­ar­bygg­inga­magn er áætlað tæp­ir 45 þúsund fer­metr­ar.

Há­skóla­í­búðir Há­skól­ans í Reykja­vík. Teikn­ing­ar Kanon arki­tekt­ar
Há­skóla­í­búðir Há­skól­ans í Reykja­vík. Teikn­ing­ar Kanon arki­tekt­ar

Fyr­ir ligg­ur deili­skipu­lagið „Há­skól­inn í Reykja­vík“ frá ár­inu 2007, sem síðast var breytt árið 2015. Það tek­ur yfir um 20 hekt­ara lands sem HR var út­hlutað árið 2007. Syðst á svæðinu hef­ur þegar verið byggð 30.000 fer­metra há­skóla­bygg­ing.

Teng­ir svæði HR og Hlíðar­enda

„Með upp­bygg­ingu sam­kvæmt deili­skipu­lagstil­lögu verður stuðlað að heil­steypt­ara byggðarmynstri á staðnum sem teng­ir sam­an Há­skólag­arða HR og Hlíðar­enda, sam­an­ber einnig mark­mið um upp­bygg­ingu í Vatns­mýr­inni,“ seg­ir m.a. í deili­skipu­lagstil­lög­unni, sem unn­in er af Kanon arki­tekt­um. Sú arki­tekta­stofa varð hlut­skörp­ust í sam­keppni um hönn­un svæðis­ins árið 2014.

„Íbúðirn­ar 390 eru fyrst og fremst hugsaðar fyr­ir nem­end­ur Há­skól­ans í Reykja­vík. Það mun bæta aðstöðu nem­enda HR veru­lega að hafa aðgengi að hús­næði á há­skóla­svæðinu,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, spurður um áform skól­ans.

Hvað er reiknað með mörg­um íbú­um í þess­um hús­um?

„Íbúðirn­ar eru af ýms­um stærðum, frá því að vera ein­stak­lings­í­búðir upp í litl­ar fjöl­skyldu­íbúðir. Það má því gera ráð fyr­ir að íbú­ar verði nokkru fleiri en íbúðirn­ar, á bil­inu fimm til sjö hundruð.“

Einnig verður byggt nýtt skóla­hús­næði. Ligg­ur fyr­ir hvaða grein­ar verða kennd­ar þar?

„Ekki hef­ur verið tek­in nein ákvörðun um að bæta við hús­næði HR til kennslu, þó svo að það sé mögu­leiki sem nýtt­ur verður í framtíðinni. Á svæðinu verða hins veg­ar bæði leik­skóli og grunn­skóli.“

Mun þetta ekki þýða fjölg­un nem­enda og starfs­fólks? Hve marg­ir nem­end­ur eru í HR í dag og hve marg­ir starfs­menn?

„Það er lík­legt að nem­end­um og starfs­fólki muni fjölga eitt­hvað á næstu árum, sem er ótengt þeim fram­kvæmd­um sem fram und­an eru. Í dag eru um 3.600 nem­end­ur við HR og fa­stráðnir starfs­menn um 250, en HR nýt­ur einnig liðsinn­is fjölda inn­lendra og er­lendra sér­fræðinga.“

Hvenær reiknið þið með að fram­kvæmd­ir geti haf­ist?

„Fram­kvæmd­ir við fyrst áfanga munu hefjast næsta vor ef allt geng­ur eft­ir og í þeim fyrsta áfanga verða 112 íbúðir. Þetta verður byggt upp í nokkr­um áföng­um og mun hraði þró­un­ar­inn­ar ráðast af því hvað verður hag­kvæm­ast og hent­ug­ast fyr­ir nem­end­ur.“

Ligg­ur fyr­ir kostnaðaráætl­un fyr­ir þetta mikla verk­efni?

„Já, það hef­ur verið unn­in ná­kvæm kostnaðaráætl­un fyr­ir verk­efnið, enda mik­il­vægt að vel tak­ist til. Í dag er áhersl­an lögð á kostnað vegna fyrsta áfanga og verið að ganga frá fjár­mögn­un hans.“

Verður unnið að lausn­um á um­ferðar­vanda sem gæti fylgt fjölg­un nem­enda og starfs­manna?

„Þessa fram­kvæmd­ir munu ekki auka á þann um­ferðar­vanda sem til staðar er í dag. Þvert á móti mun bygg­ing íbúða fyr­ir nem­end­ur draga úr um­ferð enda eru þá fleiri nem­end­ur í göngu­færi við HR,“ seg­ir Ari Krist­inn Jóns­son.

Til­lag­an í heild

Heimild: Mbl.is