Home Fréttir Í fréttum Lóð Vigtarhúsins fær nýtt hlutverk í Vestmannaeyjum

Lóð Vigtarhúsins fær nýtt hlutverk í Vestmannaeyjum

239
0
Mynd: Eyjar.net Húsið, eins og það kemur til með að líta út

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar í síðustu viku var eftirfarandi bókað vegna Strandvegs 30: Daði Pálsson f.h. Vigtarinnar Fasteignafélags ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi með blandaðri notkun í Vigtarhúsi.

<>

Ráðið samþykkti byggingaráform lóðarhafa og fól byggingarfulltrúa framgang erindis. Eyjar.net ræddu við Daða Pálsson fyrirsvarsmann byggingaraðilans.

 

10 – 14 íbúðir
Daði segir að samþykkt hafa verið bygging fjöleignarhúss þar sem fjórar íbúðir verða á 2. og 3. hæð og tvær íbúðir á 4. hæð, á jarðhæð verður kaffihús og miðbæjartengd starfsemi. Á sama fundi var samþykkt að fara með breytingu á skipulagi í auglýsingu og ef það verður samþykkt mun bætast ein hæð ofan á húsið, samtals verði íbúðirnar þá 14 talsins.

 

Íbúðirnar verða frá 70 fermetrum og uppí tæplega 120 fm
Þá segir hann að framkvæmdir séu þegar komnar á fullt og stefnt að því að fyrstu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar haustið 2017 og húsið fullbúið í lok árs 2017 en allt mun stjórnast m.a. af veðri og öðrum ytri aðstæðum. Þá vill Daði taka fram að ef samþykkt verður ein hæð til viðbótar, mun það hugsanlega geta haft áhrif á tímaplan og lokafrágang hússins.

Byggingaraðili afhendir íbúðirnar tilbúnar undir tréverk nema um annað sé samið. Íbúðirnar eru í sölu hjá Helga Bragasyni lögmanni og fasteignasala og ég bendi áhugasömum aðilum að ræða við hann en við höfum fengið talsvert af fyrirspurnum og finnum talsverðan áhuga. Þá erum í samningum um sölu íbúða þessa dagana. Fólk sem hefur rætt við okkur er ánægt með útlit og skipulag hússins, segir Daði Pálsson.

Heimild: Eyjar.net