Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Selfoss „Stofnlagnir Suðurhólar 2017“

Opnun útboðs: Selfoss „Stofnlagnir Suðurhólar 2017“

417
0

Gröfuþjónusta Steins ehf á Selfossi bauð lægst í verkið „Stofnlagnir Suðurhólar 2017“ en tilboð í það voru opnuð í gær.

<>

Tilboð Steins hljóðaði upp á rúmar 22,7 milljónir króna og var eina tilboðið sem var undir kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu. Áætlunin hljóðaði upp á rúmar 24,3 milljónir króna.

Borgarverk ehf bauð tæpar 27,8 milljónir króna, Fögrusteinar ehf tæpar 29,0 milljónir króna og IJ landstak rúmar 54,8 milljónir króna.

Í verkinu felst að leggja tvöfalda fráveitulögn meðfram Suðurhólum á Selfossi ásamt vatnsveitulögn. Þetta er gert svo að hægt sé að tengja fráveitu og kalt vatn í næstu götum í Dísastaðalandi við fráveitu og vatnsveitu sveitarfélagsins.

Einnig á að keyra möl í göngustíg meðfram götunni og að lokum þökuleggja yfirborð  milli stígs og götu.

Verkinu á að vera lokið þann 15. júní 2017.

Heimild: Sunnlenska.is