Home Fréttir Í fréttum Gamla höfn­in fái and­lits­lyft­ingu

Gamla höfn­in fái and­lits­lyft­ingu

168
0
Við Slipp­inn. Hug­mynd um sölu- og þjón­ustu­hús. Útlit tek­ur mið af horfn­um bygg­ing­um við Kola­sund Teikn­ing/​Yrki arki­tekt­ar

Á síðasta fundi stjórn­ar Faxa­flóa­hafna voru kynnt frumdrög Yrk­is arki­tekta varðandi rýmis­at­hug­un og um­ferðar­mál í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík, frá Hörpu við Aust­ur­bakka að Vest­ur­bugt.

<>

Á fund­in­um gerðu hafn­ar­stjóri og skipu­lags­full­trúi grein fyr­ir þeirri vinnu sem unn­in hef­ur verið. Hafn­ar­stjórn samþykkti að kynna efnið fyr­ir um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar og fyr­ir­tækj­um í hafn­sæk­inni ferðaþjón­ustu, svo sem hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­un­um.

„Höfn­in var og er lífæð sam­fé­lags­ins í borg­inni. Í dag iðar höfn­in af ann­ars kon­ar lífi,“ seg­ir í kynn­ingu Yrk­is arki­tekta. Þetta eru orð að sönnu. Gamla höfn­in er eitt mik­il­væg­asta svæði Reykja­vík­ur frá fyrstu tíð og hef­ur á seinni árum haft gríðarlegt aðdrátt­ar­afl fyr­ir er­lenda ferðamenn.

Í til­lög­un­um er gert ráð fyr­ir göngu­leið, Hafn­ar­hringn­um, meðfram höfn­inni, al­veg frá Hörpu út að Þúfu, sem er á svæði HB Granda á Norðurg­arði. Lagt er til að göngu­leiðin verði máluð, er í brún­um lit í til­lög­unni. Jafn­framt er lagt til að létt raf­knú­in far­ar­tæki geti ferðast á Hafn­ar­hringn­um.

Heimild: Mbl.is