Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla í Mosfellsbæ

Fyrsta skóflustungan að nýjum grunnskóla í Mosfellsbæ

138
0
Mynd: Yrki Arkitektar Frumhönnun Helgafellsskóla.

Fyrsta skóflustunga að Helgafellsskóla undir Helgafelli í Mosfellsbæ var tekin þann 7 desember sl. Bygging skólans verður stærsta einstaka framkvæmd sveitarfélagsins á næstu misserum.

<>

Heildarstærð hússins verður um 7300 fm og áætlaður byggingarkostnaður um 3500 milljónir. Skólinn verður byggður í fjórum áföngum og áætlanir gera ráð fyrir að fyrsti áfangi verði tekin í notkun haustið 2018.

Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, segir að nýi skólinn muni létta á skólasvæði Varmárskóla.

Heimild: Visir.is