Home Fréttir Í fréttum Óásættanlegt að klára ekki Dettifossveg

Óásættanlegt að klára ekki Dettifossveg

109
0
„Ákvörðun um að draga til baka fyrri ákvörðun um fjármögnun á Dettifossvegi væri áfall fyrir ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum og Norðurland í heild sinni.” Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá Markaðsstofu Norðurlands, en undir hana kvitta forsvarsmenn nokkurra stærstu ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi.

Óvíst er hvaða framkvæmdir í samgönguáætlun verða fjármagnaðar, en fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson hefur sagt að ekki sé svigrúm í fjárlögum til þess að fjármagna samgönguáætlun. 15 milljarða vantar upp á samkvæmt fjárlagafrumvarpi, en alls óvíst er hver lendingin verður í endanlegum fjárlögum.

<>

Óvissa um Dýrafjarðargöng og Dettifossveg

Því ríkir óvissa um ýmis verkefni, eins og Dýrafjarðargöng og Dettifossveg. Lengi hefur verið beðið eftir báðum framkvæmdum og hefur sveitarstjórnarfólk á Vestfjörðum látið óánægju sína í ljós með fjárlagafrumvarpið og þá mögulegu niðurstöðu að ekkert verði af göngunum í bráð.

Í haust var samgönguáætlun samþykkt og ein af þeim framkvæmdum sem mest var rætt um var Dettifossvegur. Áætlað er að 2,7 milljarðar verði setti í þá framkvæmd í áætluninni, þar af um 800 milljónir á næsta ári og aðrar 800 milljónir árið 2018.

Dregur úr möguleikum til vaxtar

„Vegurinn er að hluta til gamall, niðurgrafinn moldarvegur sem getur alls ekki annað þeirri eftirspurn sem nú þegar er til staðar á þessu vinsæla ferðamannasvæði. Óviðunandi ástand vegarins er ekki einungis hamlandi á núverandi umferð, heldur dregur einnig verulega úr möguleikum ferðaþjónustunnar að vaxa sem skildi á þessu svæði,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Markaðsstofan, og forsvarsmenn þessara fyrirtækja, skora því á Alþingi að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til þess að tryggja fulla fjármögnun á samgönguáætlun.

Heimild: Ruv.is