Home Fréttir Í fréttum Taldi launa­málið vegna G&M vera frá­gengið

Taldi launa­málið vegna G&M vera frá­gengið

166
0
mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Ásgeir Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri LNS Sögu, seg­ist hafa talið að launa­mál tengt und­ir­verk­tak­an­um G&M væri frá­gengið og að hann hafi ekki verið boðaður á neinn fund með ASÍ eða stétt­ar­fé­lög­um um frek­ari kröf­ur vegna van­gold­inna launa. Þetta seg­ir hann í sam­tali við mbl.is, en í gær sagði Hall­dór Odds­son, lög­fræðing­ur hjá ASÍ, að starfs­menn G&M hafi ekki fengið greitt á bil­inu 30-40 millj­ón­ir í yf­ir­vinnu á þessu ári.

<>

Ásgeir seg­ir að eft­ir að málið kom upp í októ­ber og nóv­em­ber á þessu ári hafi aðilar máls­ins rætt sam­an og niðurstaðan hafi verið að LNS Saga, sem var yf­ir­verktaki, hafi greitt tæp­lega 20 millj­ón­ir vegna októ­bergreiðslna starfs­mann­anna.

„Ef við eig­um eitt­hvað van­goldið þá greiðum við það,“ seg­ir Ásgeir og bæt­ir við að síðast þegar menn komu sam­an hafi verið rætt um ákveðna upp­hæð vegna októ­ber­mánaðar. LNS Saga hafi tryggt að sú upp­hæð myndi fara til starfs­mann­anna. Ef eitt­hvað standi út af borðinu enn þurfi að ræða það. Hann hafi þó ekki fengið neitt fund­ar­boð og undr­ast að slíkt sé gert í gegn­um fjöl­miðla.

G&M vann að þrem­ur stór­um verk­efn­um hér á landi fyr­ir LNS Sögu. Ásgeir seg­ir að eft­ir að þetta kom upp starfi þeir ekki leng­ur fyr­ir fyr­ir­tækið. Seg­ir hann að ein­hverj­ir starfs­menn hafi flust yfir til LNS Sögu, aðrir haldið áfram hjá G&M og aðrir fengið til­boð frá öðrum verk­tök­um.

Heimild: Mbl.is