Home Fréttir Í fréttum Heimilt að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu

Heimilt að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu

111
0

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur heimild til að selja lögreglustöðina á Hverfisgötu, höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt ákvæði í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Í ákvæði frumvarpsins eru tiltekin ýmis húsnæði í eigu hins opinbera sem fjármála- og efnahagsráðherra er heimilt eða selja eða leigja.

Meðal annarra húsnæða sem heimild er til sölu á eru húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg, húsnæði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og Útlendingastofnunar að Skógarhlíð 6 og húseignir ríkisins í Borgartúni 5 og 7 sem meðal annars hýsir Vegagerðina.

Þá er heimild til að leigja út Hegningarhúsið við Skólavörðustíg en starfsemi þess var hætt í sumar á þessu ári.

Heimild: Visir.is