Home Fréttir Í fréttum Dýrafjarðargöng ekki á fjárlögum

Dýrafjarðargöng ekki á fjárlögum

93
0
Gangamunninn Arnarfjarðarmegin verður skammt frá Mjólkárvirkjun. Mynd: GRAFÍK/VEGAGERÐIN.
Ekki er gert ráð fyrir nægilegu fjármagni til Dýrafjarðarganga í fjárlögum til að framkvæmdir geti hafist. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 300 milljónum króna í undirbúning Dýrafjarðarganga á árinu 2017 en samkvæmt samgönguáætlun er gert ráð fyrir 1,5 milljörðum króna.

Sjö fyrirtæki vinna nú að tilboðsgerð fyrir framkvæmdina en útboðsgögn voru send til verktakanna fyrir skömmu. Til stóð að opnað yrði fyrir tilboð þann 10. janúar þó með fyrirvara um að Alþingi yrði búið að samþykkja fjármagn til verksins í fjárlögum. Gert var ráð fyrir því að framkvæmdir hæfust um mitt ár 2017.

<>

Dýrafjarðargöng eiga að verða 5,6 kílómetra löng úr Dýrafirði suður í Arnarfjörð. Með göngunum er erfiður fjallvegur um Hrafnseyrarheiði leystur af hólmi en hann er jafnan lokaður í nokkra mánuði yfir vetrartímann. Með göngunum fæst einnig 27 kílómetra stytting Vestfjarðavegar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.

Heimild: Ruv.is