Home Fréttir Í fréttum Ábyrgðartíma hönnuða til umfjöllunar hjá SAMARK

Ábyrgðartíma hönnuða til umfjöllunar hjá SAMARK

162
0

SAMARK, Samtök arkitektastofa, hélt félagsfund í dag í Húsi atvinnulífsins, þar sem fjallað var um ábyrgðartíma hönnuða í tengslum við lokaúttektir.

<>

07-12-2016-samark

Gláma-Kím kynnti tilfelli þar sem tekist var á um ábyrgðir löngu eftir eðlilegan og sanngjarnan ábyrgðartíma. Ívar Pálsson, lögfræðingur, fór yfir það sem snýr að lögfræðilegum sjónarhornum með tilliti til þeirra varna sem hönnuðir geta gripið til og þá pytti sem ber að varast.

Á fundinum var einnig Jón Guðmundsson, fagstjóri hjá Mannvirkjastofnun, sem tók þátt í umræðunum.

Samtök arkitektastofa voru stofnuð 1998 en aðild að samtökunum eiga fyrirtæki sem veita ráðgjöf á sviði skipulags- og byggingarmála.

Heimild: Si.is