Home Fréttir Í fréttum Smáíbúðir í Urriðaholti til­bún­ar vorið 2018

Smáíbúðir í Urriðaholti til­bún­ar vorið 2018

105
0

Garðabær tek­ur for­skot í þróun og bygg­ingu smá­í­búða á Íslandi, en bær­inn hef­ur und­an­farið unnið að und­ir­bún­ingi þeirra í Urriðaholti í Garðabæ í sam­starfi við þró­un­araðila hverf­is­ins, sem m.a. er í eigu eig­enda IKEA á Íslandi. Um er að ræða til­rauna­verk­efni þar sem gert er ráð fyr­ir 25 m2 íbúðum í bland við stærri íbúðir.

<>

Jón Pálmi Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Urriðaholts, seg­ir að skipu­lags­ferl­inu sé að ljúka og nú stytt­ist í fram­kvæmda­stig. Áætlað er að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hefj­ist fljót­lega eft­ir ára­mót og verða fyrstu íbúðir til­bún­ar vorið 2018 ef allt geng­ur eft­ir. „Þetta verða leigu­íbúðir en bær­inn gerði strax þá kröfu að húsið allt, 34 íbúðir, yrði í eigu sama aðila og íbúðirn­ar yrðu í lang­tíma­leigu,“ seg­ir Jón og bæt­ir því við að þrátt fyr­ir smæð þeirra verði eng­um þæg­ind­um fórnað.

„Hönn­un íbúðanna kem­ur víða að og marg­ir hafa lagt lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar, t.d. leitað í smiðju IKEA, sem hef­ur hannað og verið með til sýn­is hjá sér lausn­ir fyr­ir smærri íbúðir.“

Hvergi er slakað á kröf­um, t.d. með sal­erni og eld­un­araðstöðu í hverri íbúð, en megin­ávinn­ing­ur felst í smæð íbúða.

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, seg­ir ánægju­legt að bær­inn skuli taka for­ystu í verk­efni sem þessu sem leitt geti til auk­inn­ar sjálf­bærni og breiðara íbúðavals í bæn­um.

„Þetta er þró­un­ar­verk­efni sem við gáf­um grænt ljós á og vilj­um sjá hvernig reyn­ist. Við erum að reyna að koma til móts við ungt fólk og það verður spenn­andi að sjá hvernig þetta lukk­ast,“ seg­ir Gunn­ar og bend­ir á um­hverfið fái líka að njóta vaf­ans.

„Um­hverf­isþátt­ur­inn er ekki síður mik­il­væg­ur, en fjöldi fólks vinn­ur á þessu svæði og það er mik­il­vægt að bjóða sem flest­um mögu­leika á að búa á svæðinu og draga úr löng­um ferðalög­um til og frá vinnu.“

Heimild: Mbl.is