Home Fréttir Í fréttum Útboð vegna byggingu 6 íbúða við Víðihlíð

Útboð vegna byggingu 6 íbúða við Víðihlíð

223
0

Grindavíkurbær óskar eftir eftir tilboðum í byggingu 6 íbúða fyrir aldraða við Víðihlið í Grindavík. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi íbúðir aldraðra. Verkið er fólgið í jarðvinnu, uppsteypu, fullnaðarfrágangi innan- og utanhúss ásamt frágangi lóðar. Helstu magntölur eru: Gröftur 700 m3, fyllingar 700 m3, fleigun klappar 300 m3, mót 1870 m2, bending 19.000 kg, steypa 260 m3.

<>

Áætlað er að verk geti hafist 19. desember 2016 og verklok eru 31. mars 2018.

Útboðsgögn verða send á tölvutækuformi til þeirra er þess óska frá og með þriðjudeginum 15. nóvember 2016. Áhugasamir skulu senda upplýsingar um fyrirhugaðann bjóðanda ásamt tengilið, síma og netfangi til Tækniþjónustu SÁ ehf á netfangið thg@t-sa.is eða í síma 421-5105.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, í lokuðu umslagi merktu viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 þriðjudaginn 6. desember 2016, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra er þess óska.