Home Fréttir Í fréttum Útboð vegna byggingu 6 íbúða við Víðihlíð

Útboð vegna byggingu 6 íbúða við Víðihlíð

199
0

Grindavíkurbær óskar eftir eftir tilboðum í byggingu 6 íbúða fyrir aldraða við Víðihlið í Grindavík. Um er að ræða viðbyggingu á tveimur hæðum við núverandi íbúðir aldraðra. Verkið er fólgið í jarðvinnu, uppsteypu, fullnaðarfrágangi innan- og utanhúss ásamt frágangi lóðar. Helstu magntölur eru: Gröftur 700 m3, fyllingar 700 m3, fleigun klappar 300 m3, mót 1870 m2, bending 19.000 kg, steypa 260 m3.

Áætlað er að verk geti hafist 19. desember 2016 og verklok eru 31. mars 2018.

Útboðsgögn verða send á tölvutækuformi til þeirra er þess óska frá og með þriðjudeginum 15. nóvember 2016. Áhugasamir skulu senda upplýsingar um fyrirhugaðann bjóðanda ásamt tengilið, síma og netfangi til Tækniþjónustu SÁ ehf á netfangið thg@t-sa.is eða í síma 421-5105.

Tilboðum skal skila á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, í lokuðu umslagi merktu viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 þriðjudaginn 6. desember 2016, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra er þess óska.

Previous articleSmáíbúðir í Urriðaholti til­bún­ar vorið 2018
Next articleByggingakrani rakst í glugga á skrifstofu við uppsetningu í Lækjargötu