Home Fréttir Í fréttum Nokkur tonn af bergi hrundu í Vaðlaheiðargöngum

Nokkur tonn af bergi hrundu í Vaðlaheiðargöngum

84
0

Óhapp varð  Eyjafjarðarmegin í Vaðlaheiðargöngum í fyrrinótt þegar nokkur tonn af bergi hrundu úr gangaloftinu ofan á bómu úr bornum sem notaður er við verkið.

<>

„Það var verið að bora fyrir boltum og það var veikt lag fyrir aftan og það hrundi úr loftinu þar sem verið var að bolta“ sagði Einar Hrafn Hjálmarsson staðarstjóri Ósafls í Vaðlaheiðargöngum í samtali við Vikudag.is rétt í þessu. Hann bætti við að það hafi ekki verið menn nálægt, svo það hafi ekki verið hætta á slysum.

Spurður hvort búið væri að meta tjónið sagði hann. „Það varð tjón á borvagninum, það er talsvert án þess að nefna neina krónutölu í því,“ sagði Einar, en hann taldi ekki að óhappið hefði miklar tafir í för með sér. „Við reynum að láta þetta tefja sem minnst, auðvitað hafa allar uppákomur einhvejar tafir í för með sér en þær verða ekki teljandi,“ sagðir Einar Hrafn Hjálmarsson.

Heimild: Vikudagur.is