Home Fréttir Í fréttum ÍSTAK bætir í flotann sinn

ÍSTAK bætir í flotann sinn

330
0

ÍSTAK keypti nýverið tvo 2653 Mercedes Bens Arocs dráttarbíla og þrjá Meiller MHPS malarvagna frá bílaumboðinu Öskju. Þessi tæki verða öll notuð á næstunni við framkvæmdir við Leifsstöð. Bæði vegna stækkunar á flughlöðum og byggingar tengdum framkvæmdum við Leifsstöð.

<>

Einnig hefur ÍSTAK fengið afhenta Volvo L180 hjólaskóflu frá Brimborg. Hún verður notuð í námu ÍSTAKS í Stapafelli vegna framkvæmda við Leifsstöð.

Síðast en ekki síst afhenti Brimborg einnig Volvo L220 hjólaskóflu sem notuð verður við framkvæmdir hjá Faxaflóahöfnum vegna stækkunar Kleppsbakka í Sundahöfn.

Heimild: ÍSTAK