Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir fyrir um 150 milljónir á næsta ári v/ sorpmála í Vestmannaeyjum

Framkvæmdir fyrir um 150 milljónir á næsta ári v/ sorpmála í Vestmannaeyjum

118
0
Vestmannaeyjar

Farið var yfir framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í fyrradag. Þar var farið yfir drög að endurbótum á skipulagi sorpmála. Eyjar.net ræddi við Ólaf Snorrason, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar um málið.

<>

11-11-2016-sorp-vestmannaeyjar

Í fundargerð framkvæmda og hafnarráðs segir að endurbætur miðist við að á næsta ári þurfi að fara í framkvæmdir fyrir um 150 milljónir en það eru fyrstu tveir áfangar í framtíðarskipan sorpmála í Vestmannaeyjum.

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti fyrirhugaðar aðgerðir og óskar eftir því að bæjarstjórn Vestmannaeyja tryggi við aðra umræðu um fjárhagsáætlun, fjármagn fyrir fyrstu tvo áfanga að upphæð kr 150 milljónir, segir í bókun ráðsins.

Hakkari sem hakkar allt sorp

Ólafur Snorrason segir að fyrsti áfangi miði að því að koma upp hakkara sem hakkar allt sorp sem berst til stöðvarinnar.  „Með því móti er hægt að nýta betur það svæði og þau tæki sem notuð eru í dag og einnig mun þetta nýtast til framtíðar.  Einnig að lagfæra  á ytra byrði húnsæðis en það er orðið verulega snjáð.”

Í örðum áfanga er stefnt að laga svæðið fyrir utan, bæði gámavöllinn og svæðið austan við húsið.  Einnig að lagfæra tækjabúnað, segir Ólafur ennfremur.

Heimild: Eyjar.net