Home Fréttir Í fréttum Nýr vélbúnaður auðveldar störf

Nýr vélbúnaður auðveldar störf

46
0
Mynd: RÚV

Byggingafyrirtæki í Japan ætlar að gera tilraunir með nýja tækni, svonefndan vélbúning, sem auðveldar starfsmönnum að lyfta þungum hlutum. Fyrirtækið telur að mögulega gagnist búnaðir í byggingavinnu.

<>

Það var tæknifyrirtæki í Tsukuba í norðurhluta Tokyo sem þróaði búnaðinn. Litlir nemar sem fara um mitti fólks nema rafstrauma frá heila í vöðva. Búningurinn notar síðan vélbúnað til að auka kraftinn þegar verkamenn, sem honum klæðast, lyfta þungum hlutum.

Tækið er sagt minnka þungann um allt að 40 prósent þegar lyft er 20 kílógrömmum eða meira. Tækið sem fólkið klæðist er sjálft aðeins þrjú kíló að þyngd. Japanska byggingarfyrirtækið Daiwa House tilkynnti í dag að frá maí ætlaði það að taka tíu vélbúninga í notkun á byggingasvæðum fyrirtækis.

Ichiro Nakaoka, tæknistjóri Daiwa House, segir að meðalaldur verkamanna fari hækkandi. Vonast sé til að þessi búnaður auðveldi þeim störf og geri þeim kleift að vinna lengur, enn fremur að hann verði yngra fólk hvatning til að sækja um vinnu hjá fyrirtækinu.

Reynist búnaðurinn hentugur og hagnýtur verður hann notaður í öllum framkvæmdum fyrirtækisins.

Heimild: Rúv.is