Home Fréttir Í fréttum Ræktaði sitt eigið hús og byggði úr íslenskum við

Ræktaði sitt eigið hús og byggði úr íslenskum við

337
0
Mynd: Ruv,is
„Ég hef alltaf sagst vera að planta skógi fyrir komandi kynslóðir en nú er ég bara búinn að þjófstarta og byggja eigið hús eða rækta eigið hús,“ segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði. Þar er verið að ljúka við smíði nýs og reysulegs þjónustuhúss sem er byggt alfarið úr íslensku timbri. Uppistaðan eru aspir sem Eymundur plantaði sjálfur í Vallanesi fyrir 30 árum síðan.

„Það sem er einstakt við þetta hús er að þetta er fyrsta húsið sem er byggt á Íslandi þar sem allir burðarviðir eru úr íslensku timbri,“ útskýrir Eymundur en til þess þurftu sérfræðingar að taka viðinn út og samþykkja. Eymundur segir að það sé afar skemmtilegt að sjá tré sem hann plantaði sjálfur verða að húsi. „Það má segja að fólk hafi kannski ekki haldið að þessi tími væri kominn en hann er það svo sannarlega og við eigum bara út um allt land boli sem er hægt að fletta í byggingavið.“

<>

Eymundur og Eygló kona hans rækta lífrænt bygg og alls kyns grænmeti og framleiða fjöldann allan af vörum í Vallanesi undir vörumerkinu Móðir jörð. Asparhúsið verður kaffihús og verslun þar sem vörurnar sem framleiddar eru á staðnum verða í fyrirrúmi.

Heimild: Ruv.is