Home Fréttir Í fréttum 800 milljónir í viðhald fasteigna hjá Reykjavíkurborg á þessu ári

800 milljónir í viðhald fasteigna hjá Reykjavíkurborg á þessu ári

87
0
Mynd: Reykjavik.is
Reykjavíkurborg ver á þessu ári 800 milljónum í sérstök átaksverkefni tengd viðhaldi á fasteignum borgarinnar. Átaksverkefnin eru 123 í 87 fasteignum í eigu borgarinnar. Samkvæmt tilkynningu frá borginni þá er meirihluta þessara verkefna lokið.

Þetta er í þriðja sinn sem 800 milljónum er bætt við hefðbundið viðhald fasteigna borgarinnar með sérstakri fjárveitingu á fjárfestingaáætlun. Flest verkefnanna snúa að viðhaldi grunn- og leikskóla. Á þessu ári hefur sérstök áhersla verið lögð á regnþéttingu ytra byrðis fasteigna.

<>

Áhersla hefur líka verið lögð á viðhald lóða hjá grunn- og leikskólum með endurbótum af ýmsu tagi, eins og endurnýjun leiktækja og fallvarnaefnis.

110 milljónum verður varið í viðhald íþróttamannvirkja, til dæmis þakviðgerðir á Reiðhöll í Víðidal og viðgerð á stúku við gervigrasvöllinn í Laugardalnum

Flest verkefnin eru unnið í Vesturbæ og Miðborg sem skýrist meðal annars af aldri borgarhverfanna, en kostnaður skiptist nokkuð jafnt á hverfin út frá fjölda íbúa, ef frá eru skilin nýrri hverfi borgarinnar þar sem minni þörf er á viðhaldi.

Heimild: Ruv.is