Home Fréttir Í fréttum Brotthvarf verktaka hefur ekki áhrif á byggingu sjúkrahótel Landspítalans

Brotthvarf verktaka hefur ekki áhrif á byggingu sjúkrahótel Landspítalans

112
0
Skyndilegt brotthvarf pólsks undiverktaka við sjúkrahótel Landspítalans mun ekki hafa áhrif á framgang verksins, segir verkefnisstjóri nýs Landspítala. Hann segir að rætt hafa verið við aðalverktakann eftir að í ljós kom að pólska fyrirtækið borgaði laun langt undir taxta. Ábyrgðin sé ekki nýja Landspítalans.

Fram kom í fréttum Sjónvarps klukkan sjö að pólska verktakafyrirtækið G og M hafi skyndilega hætt störfum við byggingu sjúkrahótels við Landspíalann.

<>

„Undirverktakinn er farinn frá, en aðalverktakinn er þarna ennþá. Við sem stöndum að Hringbrautarverkefninu erum búnir að funda með aðalverktakanum og hann er kominn með nýjan verktaka sem er kominn á staðinn og mun fara af stað núna með flokk manna,“ segir Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnisstjóri.

Tugir pólskra verkamanna hjá G og M sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa verið sviknir um laun. Erlendur segir að aðalverktakinn LNS Saga hafi fullvissað verkkaupann að farið verði að settum reglum. Pólska fyrirtækið vinnur líka að byggingu íbúðahúsnæðis á Hlíðarenda og við Þeistareykjavirkjun. Fyrr á árinu voru fréttir af því að starfsmenn fyrirtækisins nyrðra hefðu verið hlunnfarnir og því vaknar spurningin hvort það hafi ekki hringt neinum viðvörunarbjöllum.

„Við höfum samning við aðalverktakann og á meðan þeir uppfylla öll ákvæði í samningnum þaþ höfum við ekki forsendur til að fara inn í neina slíka umræðu. “

Erlendur segir ábyrgðina hvíla hjá aðalverktakanum. En hvað með siðferðislega ábyrgð?

„Auðvitað berum við öll siðferðislega ábyrgð á því sem við erum að gera, alveg eins og þú í þínu starfi og ég í mínu, en það er alltaf spurning hversu langt það nær,“ segir Erlendur Árni Hjálmarsson verkefnisstjóri.

Heimild: Ruv.is