Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Hveragerðisbær semur við JÁVERK um byggingu nýs leikskóla

Hveragerðisbær semur við JÁVERK um byggingu nýs leikskóla

272
0

Undirritaður hefur verið samningur við JÁVERK um byggingu nýs leikskóla við Þelamörk 62. JÁVERK varð lægst í útboði byggingarinnar og nam tilboð fyrirtækisins 583.734.861,-.

<>

Verklok eru þann 1. október 2018 og skal þá leikskólanum skilað fullbúnum með innréttingum og frágenginni lóð með öllum leiktækjum. Það eru ASK arkitektar sem teikna skólann, Mannvit sá um verkfræðihönnun og Landhönnun sá um hönnun lóðar.

Leikskólinn verður sex deilda, 1.090 m2 að stærð en gert er ráð fyrir að við opnun hans verði börnum frá 12 mánaða aldri boðin leikskólavistun í bæjarfélaginu. Lóðin er tæpir 7.000 m2 en við hönnun hennar var lögð rík áhersla á tengingu við listamannabæinn Hveragerði, list og sköpun, og því verða á lóðinni ýmis leiktæki sem hvetja til tónlistariðkunar svo sem ásláttarpípur, bongótrommu, klukkuspil og sílófónn.

Við undirritunina kom fram að JÁVERK mun nú þegar hefja framkvæmdir en um 60 manns munu koma að verkinu þegar mest verður.

Heimild: Hveragerdi.is