Home Fréttir Í fréttum Orkuvirki fær ISO 9001:2015 vottun

Orkuvirki fær ISO 9001:2015 vottun

66
0

Fyrir nokkrum árum var tekin ákörðun um að þróa stjórnkerfi Orkuvirkis að ISO 9001 staðlinum. Unnið hefur verið eftir gæðastjórnkerfi síðan 2009, það var svo í árslok 2015 sem ákveðið var að stíga skrefið til fulls og fá vottun á kerfið.
Í upphafi var stjórnkerfið byggt á ISO 9001:2008 en ákveðið var að aðlaga það að nýjustu útgáfu staðalsins, ISO 9001:2015.
Kerfið hjálpar okkur að tryggja það að í verkefnum Orkuvirkis sé kröfum viðskiptavina okkar mætt. Stjórnkerfið er byggt á handbók, þar sem verklagsreglur og vinnulýsingar eru fyrir alla þætti í starfsemi fyrirtækisins og unnið er að stöðugum umbótum og áhættumati á verkefnum og rekstri fyrirtækisins.

<>

Heimild: Orkuvirki.is