Home Fréttir Í fréttum Báru um 700 kíló til að reisa stiga í Kubba fyrir ofan...

Báru um 700 kíló til að reisa stiga í Kubba fyrir ofan Ísafjörð

141
0
Mynd: VÍSIR/TEITUR MAGNÚSSON

Vaskir félagar úr Björgunarfélagi Ísafjarðar tóku að sér mikið og erfitt verkefni í gær sem fólst í bera efni upp Kubba, fjallinu fyrir ofan Holtahverfið á Ísafirði, svo verktakar geti reist þar stiga.

<>

Íslenskir aðalverktakar munu reisa upptakastoðvirki í Kubba, stálgrindur sem eiga að koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað, en reisa á stigann til að auðvelda starfsmönnum við að ferðast upp og niður fjallið.

„Það eru mjög erfiðar aðstæður þarna. Þetta er mjög bratt og það er verið að gera mönnum sem munu vinna reisa upptakastoðvirkið að ferðast um fjallið,“ segir Sigurður R. Ragnarsson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka.

Það var undirverktaki Íslenskra aðalverktaka, Vestfirskir verktakar, sem buðu Björgunarfélagi Ísafjarðar að sjá um samsetningu stigans gegn greiðslu en ágóðinn af þessari fjáröflun félagsins verður nýttur til að kaupa nýjan búnað.

Það tók átta félaga úr Björgunarfélaginu um það bil fimm tíma að klára verkið þar sem þeir báru um það bil sex til sjö hundruð kíló af efni upp fjallið.

Áætlað er að framkvæmdum við upptakastoðvirkið verði lokið árið 2018 en vinna við það hefst ekki að fullu fyrr en í vor.

Heimild: Visir.is