Home Fréttir Í fréttum Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

86
0

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í vikunni á Kirkjubæjarklaustri samning um hönnun gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

<>

Auk ráðherra undirrituðu samninginn fulltrúar hönnuða og Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins staðfesti samninginn.

Með undirrituninni verður hafist handa við hönnun nýrrar gestastofu sem rísa mun á Kirkjubæjarklaustri en áætlað er að húsið verði tekið í notkun seinni part árs 2018. Gestastofan verður rúmlega 600 fermetrar að stærð og mun hýsa upplýsingagjöf fyrir ferðamenn, sýningu um þjóðgarðinn og skrifstofur þjóðgarðsins auk þjónusturýma. Undirbúningur vegna byggingarinnar hefur staðið yfir í nokkur ár en áætlaður kostnaður við bygginguna nemur tæplega 420 milljónum króna.

Hönnun byggingarinnar verður í höndum arkitektastofunnar Arkís arkitekta auk verkfræðistofanna Hnits, Þráins og Benedikts, Verkís og Lisku.

Heimild: Umhverfisráðuneytið