Home Fréttir Í fréttum Prima ehf sennilega úr leik um byggingu skóla í Úlfarsárdal

Prima ehf sennilega úr leik um byggingu skóla í Úlfarsárdal

387
0
Úlfarsárdalur

Reykjavíkurborgar hefur hert reglur um reynslu til fyrirtækja sem mega byggja nýjan skóla í Úlfarsárdal. Prima ehf, sem átti óvenjulega lágt boð í verkið, er því líklega úr leik.

<>

Tilboð verktakans Prima ehf í útboði Reykjavíkur um byggingu skóla í Úlfarsárdal, þykir óvenjulega lágt, eins og fram kom í Fréttatímanum í vikunni. Boðið var 79% af kostnaðaráætlun. Þá var sagt frá því að Prima ehf hefði samið um vinnu við nýtt Icelandair-hótel fyrir 59% af kostnaðaráætlun. Samkeppnisaðilar saka fyrirtækið um óeðlileg undirboð.

Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir að formgalli hafi verið á útboðinu um skólabygginguna og því hafi þurft að hafna öllum boðum, framlengja umsóknarfrestinn og kalla eftir nýjum tilboðum.

Í nýja útboðinu gerir borgin nú hertari kröfur til fyrirtækjanna um að hafa reynslu af slíkum framkvæmdum. „Vegna umfangs verksins þurftum við að auglýsa það á evrópska efnahagssvæðinu líka. Við ákváðum að skerpa á reglum um reynslu fyrirtækjanna sem taka þátt. Það er eðlilegt því verkið er umfangsmikið, dýrt og flókið og krefst reynslu.“ Þar sem Prima ehf hefur ekki verið með starfsemi á undanförnum árum er ekki ólíklegt að það sé úr leik í kappi um verkið.

Heimild: Frettatiminn.is