Home Fréttir Í fréttum Grænlenskir nemendur í starfsnám hjá ÍSTAKI

Grænlenskir nemendur í starfsnám hjá ÍSTAKI

130
0

Í byrjun október hófu tveir nemar frá Grænlandi 6 mánaða starfsnám hjá ÍSTAKI. Nemarnir stunda nám við Greenland School of Minerals & Petroleum. Þeir hefðu undir vanalegum kringumstæðum farið í starfsnám á Grænlandi hjá námuvinnslu- eða byggingafyrirtæki en í ár gafst þeim ekki færi á því.

Jørgen Petersen, 25 ára frá Narsaq, og Jan Olsen, 26 ára frá Nanortalik, hafa báðir lokið tveimur árum við skólann.  En námið krefst þess að þeir fari út á vinnumarkaðinn til að öðlast nýja þekkingu, reynslu og vinnufærni. Vanalega fara nemar úr skólanum í 2 ára starfsnám til bygginga- eða námuvinnslufyrirtækja á Grænlandi. Í ár var það ekki möguleiki og því hafði skólinn samband við ÍSTAK. ÍSTAK starfar við svipuð skilyrði og raunin er á Grænlandi þ.e þar sem er mikið frost, harðir vetrar og vindasamt.

ÍSTAK tók vel í beiðni skólans og hefur nú verið sett upp samstarfsverkefni milli Greenland School of Minerals & Petroleum og ÍSTAKS til reynslu. ÍSTAK sérhæfir sig í vinnu við virkjanir, hafnir, gangnagerð, vegagerð og brúargerð. ÍSTAK er því tilvalinn vettvangur fyrir nema skólans að öðlast reynslu.

Heimild:Istak.is

Previous articleFjórfalt fleiri árslaun þarf til að kaupa íbúð í höfuðborginni
Next articleVegagerðin greiði verktaka 35 milljóna bætur