Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin greiði verktaka 35 milljóna bætur

Vegagerðin greiði verktaka 35 milljóna bætur

320
0
Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Óshlíðargöng.

Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur á árunum 2008 til 2010.

<>

Fyrirtækið krafðist fyrir dómi viðbótargreiðslu upp á hátt í 390 milljónir króna þar sem jarðfræðiaðstæður hafi verið verri en útboðslýsing gaf til kynna og stórfelldar tafir sem urðu á verkinu af þeim sökum hafi verið langt umfram það sem ætla mátti. Vegagerðin hafnaði kröfunni.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á málatilbúnað stefnanda en dæmdi verktakafyrirtækinu 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni vegna tafa sem urðu við framkvæmdina vegna setlaga sem dómurinn, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, taldi óvenju óstöðug og erfið viðureignar.

Heimild: Ruv.is