Home Fréttir Í fréttum 13.12.2016 NLSH forval fyrir fullnaðarhönnun rannsóknarhúss

13.12.2016 NLSH forval fyrir fullnaðarhönnun rannsóknarhúss

102
0
Drög að nýjum landspítala.

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem er hluti af Hringbrautarverkefninu. Hér er um að ræða opið forval auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES), en útboðin verða lokuð öðrum en þeim bjóðendum sem tekið hafa þátt í forvalinu og uppfyllt allar kröfur þess.

<>

Engin takmörkun er á fjölda bjóðenda. Þannig verður öllum umsækjendum sem uppfyllt hafa kröfur forvalgagna og þannig staðist forval boðið að taka þátt í lokuðu hönnunarútboði fyrir rannsóknarhús. Ekki er gefin einkunn fyrir hæfni og reynslu og því mun tilboðsfjárhæð hafa 100% vægi í hönnunarútboðinu.

Ekki verður greitt fyrir þátttöku í forvali þessu.

Öll gögn í forvali þessu, útboði og í verkinu í heild, skulu vera á íslensku að undanskildum tæknilegum forskriftum og samskiptum við nauðsynlega birgja, vottunaraðila o.fl. sem mega vera á ensku. Þó er heimilt að senda inn fyrirspurnir á ensku og starfsferilslýsingar erlendra ráðgjafa mega einnig vera á ensku.

Þeir fyrirvarar eru gerðir strax í upphafi að útboð á hönnun muni þá aðeins fara fram að verkefninu verði tryggð fjármögnun á fjárlögum. Niðurstöður forvalsins skulu gilda í 6 mánuði eftir að þær liggja fyrir. Þátttaka í forvali gefur umsækjendum kost á því að taka þátt í útboði á verkefninu, en skuldbindur þá ekki til þess. Forval þetta er án skuldbindingar fyrir verkkaupa, hvort og hvenær verkefnið verður boðið út og þá í hvaða áföngum.

Forvalsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með mánudeginum 11. október nk.

Umsóknum í forvalið skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 13. desember fyrir kl: 11:00 þar sem þær verða opnaðar.