Home Fréttir Í fréttum Vilja bundið slitlag á alla malarvegi í Skútustaðahreppi

Vilja bundið slitlag á alla malarvegi í Skútustaðahreppi

68
0
Í Mývatnssveit. Mynd: Hörður Jónasson.

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps var samþykkt samhljóða eftir farandi bókun sem oddviti lagði fram:

<>

„Sveitarstjórn Skútustaðahrepps skorar á Alþingi, Innanríkisráðherra og Vegagerðina að auka stórlega viðhaldsfé til vegamála, þannig að hægt verði að hefla malarvegi í sveitarfélaginu.

Jafnframt skorar sveitarstjórn á fyrrgreinda aðila að beita sér fyrir að bundið slitlag verði lagt á alla malarvegi í sveitarfélaginu á næstu þremur árum og að auknu fé verði veitt í framkvæmdir sem snúa að bættu umferðaröryggi við vinsæla ferðamannastaði sveitarfélaginu.“

Heimild: Vikudagur.is