Allir nemar í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, fá gefins spjaldtölvur í haust frá Samtökum rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ) fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í rafiðnaði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SART og RSÍ.
Haft er eftir Rúnari Bachmann, formanni stjórnar Menntasjóðs rafiðnaðarins, að það sé von þeirra að með þessu stuðningi þá sækist nemum í rafiðngreinum betur og að nemendum fjölgi. Talið er að það vanti um 200 nýja starfsmenn með rafiðnaðarmenntun á vinnumarkaðinn á hverju ári til að viðhalda þörf markaðarins.
Heimild: Visir.is