
Í Sundahöfn í Reykjavík rís hús sem lætur ekki mikið yfir sér en mun gegna afar mikilvægu hlutverki.
Meðal annars að gera það kleift að tengja rafmagn í öll skip, stór og smá, sem koma til Sundahafnar. Er það í samræmi við loftslagsmarkmið Faxaflóahafna.
Ný aðveitustöð Veitna við Sægarða 1 í Reykjavík, A13, er reist af verktakanum Alefli. Hlutverk aðveitustöðva/spennistöðva í raforkukerfi Íslands er að taka við og dreifa raforkunni og umbreyta spennu.
Húsið verður 1.200 fermetrar at stærð. Það verður á tveimur hæðum, staðsteypt með léttu þaki, einangrað að utan og klætt með litaðri álklæðningu.
Heimild: Mbl.is











